Ég hlustaði á mjög áhugaverðan fyrirlestur í Ármúlanum í morgun um lesblindu. Ég taldi mig nú vita ýmislegt um lesblindu en komst að því að ég vissi ósköp lítið. Mjög fróðlegt fyrir kennaranema að hlusta á þennan fyrirlestur og er ég í raun hissa að ekki sé fyrirlestur um lesblindu í kennslufræðinni.
Ýmis praktísk atriði komu þarna fram sem maður hafði ekki hugmynd um að skiptu máli í kennslu.
Til dæmis skiptir leturgerðin máli í textagerð til nemenda, en það er Ariel, mjóir stafir, vissuð þið þetta? Litir á blöðum skipta máli, stærð stafa og margt fleira sem koma þarna fram.
Ég var í síðasta áheyrnartímanum mínum í dag í Ármúlanum. En það er búið að vera ánægjulegt að fá að vera í Ármúlanum og er til fyrirmyndar hvernig staðið er að vettvangsnáminu þar. Og hlakka ég til að vera þar aftur eftir áramót.
Bloggar | 31.10.2006 | 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú blæs vindur úti og hann hellir úr sér regninu.
Ég elska svona veður. Kveikja á kertum. spila góða tónlist, fá sér gott kaffi og hjúfra sig undir teppi og lesa góða bók, ég mæli með Pride and Predjudice, eftir Jane Austin.
Ég sendi einusinni póstkort út til systur minnar sem bjó þá erlendis. Myndin var af eyðibýli á útskaga hér á landi, maður fann fyrir veðrinu á myndinni, brimið frussandi við klettaströnd, drunginn og brjálæðið í skýjafarinu var ólýsanlegt.
Hún sagði við mig seinna hún hefði fengið þvílíka heimþrá við að fá þetta kort, hún hefði fundið regndropann smella á hljóðhimnunni. Við íslendingar söknum kannski veðurfarsins að einhverjuleiti þegar við erum fjarri heimahögunum, eða hvað?
Bloggar | 26.10.2006 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er komin þriðjudagur og fór ég í fyrsta tímann minn í æfingakennslunni í morgun, var með smá fiðrildi í maganum, en hvað um það, var bara mjög skemmtilegt. Hlakka til að fara aftur á morgun. Ég er mjög ánægð með Ármúlaskólann, finnst einstaklega góður andi þar innan dyra.
Bloggar | 24.10.2006 | 11:49 (breytt kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er afskaplega glöð að vera búin að stofna bloggsíðu.
Vonandi á ég eftir að vera dugleg að skrifa inn á hana. Nú er mikið að gera þessa daganna í skólanum, allt rosalega skemmtilegt og áhugavert, svo skriftir og pælingar verða kannski ekki miklar á næstunni.
Ég hef verið að hugsa um árstíðirnar í dag. Þvílik fegurð, litirnir, hljóðin, birtan, maður getur ekki annað en staldrað við dáðst af þessu undri.
En það er með árstíðirnar, hver og ein hefur sinn sjarma og alltaf hlakkar maður til að taka á móti nýrri árstíð. Nú er vetur að ganga í garð, maður finnur það á kuldanum á morgnanna, hljóðinu í umhverfinu, dýrðlegu sólarlaginu á kvöldin einsog búið er að vera undanfarið. Svo verða aðventan og jólin komin áður en við getum litið við. Mér finnst tíminn alltof fljótur að líða, stundum væri gott að geta hægt á honum.
Bloggar | 18.10.2006 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölskylda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar