Verkefni, ritgerðir, umræður, pælingar...

Nú eru verkefnin í algleymi í náminu.  Mér finnst ég stundum eiga allt eftir, hvernig á ég að ná yfir þetta allt saman?  Ég er í uppeldis - kennslufræði í HÍ, er að læra "allt" um það að kenna öðrum!!!

Og finnst þetta reyndar ótrúlega skemmtilegt.   Smile

En allir vilja kennararnir að við skilum verkefnum, ritgerðum, úttektum, umræðum, pælingum, lesum greinar, skoðum áhugaverðar vefslóðir.... og lærum heima að sjálfsögðu.

Maður "kýlir á þetta og reynir að halda í við þetta allt saman, alveg sveittur, ég er hætt að fara í ræktina, fólkið mitt fær bara skyr og brauð.  

Svo ég spyr mig hvort þetta sé kennslufræðin, engin spáir í hvað hinn er að gera, lærum við mest á þessu?   Oft á tíðum er þetta svo mikið að maður hættir að njóta sín í náminu, hugsar bara um að klára öll verkefnin.  Er þetta bara væl í mér?  Blush

En ég vil nú reyndar segja það að ég er mjög feginn að fara ekki í nema eitt próf, finnst mér það skila mér meiru að gera verkefni.  Ég læri meira á því, það má bara ekki fara úr böndunum.

Hver er lausnin?  Jú,  þú verður að skipuleggja þig betur.  Ég held ég verði að gera það!!!


Hugleiðingar um bloggið

Ég er nú ekki dugleg að blogga.  Var búin að skrifa þó nokkurn texta hér rétt áðan og einhvern veginn tókst mér að missa hann út.

En dætur mínar eru í námi erlendis og nnur þeirra heldur úti bloggsíðu.  Ég fer oft inn á hana til að fylgjast með,  mér finnst þær ekki eins langt í burtu,  en tenglar eru inn á vini þeirra, marga þeirra þekki ég nokkuð vel.  Ég hef verið feiminn við að fara inn á þeirra síður, hef hugsað er þetta ekki ákveðin hnýsni?  Eða er þetta umhyggja, hvað er að frétta af henni Siggu minni er ekki allt gott hjá henni?  Þetta eru jú opnar síður. 

En sumir nota bloggið til að tjá sig um tilfinningar sínar og líðan í rituðu máli.  Þetta er ákveðin leið til sjálfshjálpar, fólk fær viðbrögð og stuðning.  Ef bloggið getur hjálpa einstaklingnum á þennan hátt finnst mér það gott.  Þó bloggið henti mér ekki til þess


Ármúlinn

Var í Ármúlanum í morgun, fengum góðan fyrirlestur um hvernig skólinn styður við nýbúakennslu í skólanum.

Þar er gott stuðningskerfi greinilega, til að aðstoða þau í námi.  Boðið er t.d. upp á fasta tíma við heimanám í stærðfræði, íslensku og spænsku.   Þeirra reynsla er ekki sú að mikið brottfall sé hjá þessum nemendahóp og er það ánægjulegt að vita það.  Ég er alltaf að sjá betur og betur að Ármúlaskólinn er fyrir "ALLA". 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband