Þriðjudagur 24. október

CAE89F3U

Nú er komin þriðjudagur og fór ég í fyrsta tímann minn í æfingakennslunni í morgun, var með smá fiðrildi í maganum, en hvað um það, var bara mjög skemmtilegt.  Hlakka til að fara aftur á morgun.  Ég er mjög ánægð með Ármúlaskólann, finnst einstaklega góður andi þar innan dyra.


Bloggsíðan mín

Ég er afskaplega glöð að vera búin að stofna bloggsíðu.

Vonandi á ég eftir að vera dugleg að skrifa inn á hana.  Nú er mikið að gera þessa daganna í skólanum, allt rosalega skemmtilegt og áhugavert, svo skriftir og pælingar verða kannski ekki miklar á næstunni. 

Ég hef verið að hugsa um árstíðirnar í dag.  Þvílik fegurð, litirnir, hljóðin, birtan, maður getur ekki annað en staldrað við dáðst af þessu undri.

En það er með árstíðirnar, hver og ein hefur sinn sjarma og alltaf hlakkar maður til að taka á móti nýrri árstíð.  Nú er vetur að ganga í garð, maður finnur það á kuldanum á morgnanna, hljóðinu í umhverfinu, dýrðlegu sólarlaginu á kvöldin einsog búið er að vera undanfarið.    Svo verða aðventan og jólin komin áður en við getum litið við.  Mér finnst tíminn alltof fljótur að líða, stundum væri gott að geta hægt á honum. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband