Nú er úti veður vott

 

Nú blæs vindur úti og hann hellir úr sér regninu.

Ég elska svona veður.   Kveikja á kertum. spila góða tónlist, fá sér gott kaffi og hjúfra sig undir teppi og lesa góða bók, ég mæli með Pride and Predjudice, eftir Jane Austin.

Ég sendi einusinni póstkort út til systur minnar sem bjó þá erlendis.  Myndin var af eyðibýli á útskaga hér á landi, maður fann fyrir veðrinu á myndinni, brimið frussandi við klettaströnd, drunginn og brjálæðið í skýjafarinu var ólýsanlegt.

Hún sagði við mig seinna hún hefði fengið þvílíka heimþrá við að fá þetta kort, hún hefði fundið regndropann smella á hljóðhimnunni. Við íslendingar söknum kannski veðurfarsins að einhverjuleiti þegar við erum fjarri heimahögunum, eða hvað?

 


Bloggfærslur 26. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband