Lesblinda

Ég hlustaði á mjög áhugaverðan fyrirlestur í Ármúlanum í morgun um lesblindu.  Ég taldi mig nú vita ýmislegt um lesblindu en komst að því að ég vissi ósköp lítið.  Mjög fróðlegt fyrir kennaranema að hlusta á þennan fyrirlestur og er ég í raun hissa að ekki sé fyrirlestur um lesblindu í kennslufræðinni.

Ýmis praktísk atriði komu þarna fram sem maður hafði ekki hugmynd um að skiptu máli í kennslu.

Til dæmis skiptir leturgerðin máli í textagerð til nemenda,  en það er Ariel, mjóir stafir, vissuð þið þetta?  Litir á blöðum skipta máli, stærð stafa og margt fleira sem koma þarna fram.

Ég var í síðasta áheyrnartímanum mínum í dag í Ármúlanum.  En það er búið að vera ánægjulegt að fá að vera í Ármúlanum og er til fyrirmyndar hvernig staðið er að vettvangsnáminu þar.  Og hlakka ég til að vera þar aftur eftir áramót. Brosandi

 


Bloggfærslur 31. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband