Fjölgreindir

 Fjölgreindakenning Gardners höfðar mjög sterkt til mín og ætla ég að kynna mér hana nánar en ég hef gert í vetur og nýta mér hana í minni kennslu í framtíðinni.  Fyrir mér er þetta eitthvað svo rökrétt, tala nú ekki um hvað þetta er mannúðleg kenning að mínu mati.  Einstaklingurinn er metinn að verðleikum, reynt að styrkja hann en frekar á sínum sterku sviðum greindar og viðurkenna að allar eru þær jafnmikilvægar.  Nemendur hljóta að fá sterkari sjálfsmynd fyrir bragðið.  En ennþá metum við bóknámsgreinar ofar en t.d. verkgreinar og listgreinar, því miður.  Við tökum ekki samræmt próf í smíðum, teikningu, tónlist.  Hvernig komum við viðhorfsbreytingum til leiðar inn í skólakerfið?

Ég held að skólafólk og aðrir séu að sjá ávinninginn í þessu og skólinn er stöðugt að leitast við að koma til móts við misjafnar greindir nemenda.

Gaman er að skoða börnin sín í ljósi fjölgreindakenningarinnar. Þau eru öll sterkari á ákveðnum sviðum greindar og lakari á öðrum.  Kannski er þetta ekkert nýtt fyrirbrigði því oft hefur verið var að talað um og undrast að börn sem væru frábær að teikna en ættu erfitt með bóknám og aðrir sem væru rosalega góðir í öllum íþróttum en áttu erfitt með skrift.  Svo nú er loksins búið að setja þetta í orð og síðan setja fram sem kenningu.  Frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband