Hugleiðingar um bloggið

Ég er nú ekki dugleg að blogga.  Var búin að skrifa þó nokkurn texta hér rétt áðan og einhvern veginn tókst mér að missa hann út.

En dætur mínar eru í námi erlendis og nnur þeirra heldur úti bloggsíðu.  Ég fer oft inn á hana til að fylgjast með,  mér finnst þær ekki eins langt í burtu,  en tenglar eru inn á vini þeirra, marga þeirra þekki ég nokkuð vel.  Ég hef verið feiminn við að fara inn á þeirra síður, hef hugsað er þetta ekki ákveðin hnýsni?  Eða er þetta umhyggja, hvað er að frétta af henni Siggu minni er ekki allt gott hjá henni?  Þetta eru jú opnar síður. 

En sumir nota bloggið til að tjá sig um tilfinningar sínar og líðan í rituðu máli.  Þetta er ákveðin leið til sjálfshjálpar, fólk fær viðbrögð og stuðning.  Ef bloggið getur hjálpa einstaklingnum á þennan hátt finnst mér það gott.  Þó bloggið henti mér ekki til þess


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Kaja, ef þú vilt fylgjast með mér og mínu nýja bloggi (sem ég var að opna),
þá er síðan http://gunnhildurdada.blog.is

Gunnhildur (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 19:01

2 identicon

Ég "hnýsist" nú líka í bloggið þitt án þess að skammast mín nokkuð ;)

Guðrún (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband