Nú eru verkefnin í algleymi í náminu. Mér finnst ég stundum eiga allt eftir, hvernig á ég að ná yfir þetta allt saman? Ég er í uppeldis - kennslufræði í HÍ, er að læra "allt" um það að kenna öðrum!!!
Og finnst þetta reyndar ótrúlega skemmtilegt.
En allir vilja kennararnir að við skilum verkefnum, ritgerðum, úttektum, umræðum, pælingum, lesum greinar, skoðum áhugaverðar vefslóðir.... og lærum heima að sjálfsögðu.
Maður "kýlir á þetta og reynir að halda í við þetta allt saman, alveg sveittur, ég er hætt að fara í ræktina, fólkið mitt fær bara skyr og brauð.
Svo ég spyr mig hvort þetta sé kennslufræðin, engin spáir í hvað hinn er að gera, lærum við mest á þessu? Oft á tíðum er þetta svo mikið að maður hættir að njóta sín í náminu, hugsar bara um að klára öll verkefnin. Er þetta bara væl í mér?
En ég vil nú reyndar segja það að ég er mjög feginn að fara ekki í nema eitt próf, finnst mér það skila mér meiru að gera verkefni. Ég læri meira á því, það má bara ekki fara úr böndunum.
Hver er lausnin? Jú, þú verður að skipuleggja þig betur. Ég held ég verði að gera það!!!
Fjölskylda
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag er mánuður þangað til þú ferð í jólafrí
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 15.11.2006 kl. 19:10
Já, ég er sammála! Þetta er bara spurning um skipulag, þangað til jólafríið byrjar!
Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 21:22
Haha, við erum víst að læra að "kenna öðrum" en hvenær lærum við að "kenna öðrum um"
Baldvin Einarsson, 21.11.2006 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.